Fyrsta bloggið mitt á Uppstigningardegi. Það hlýtur að vera táknrænt. Nýtt upphaf hérnamegin. Er reyndar í smá basli við að útbúa síðuna mína,. Held að þetta sé ekki flókið en það vantar stundum eitthvað uppá í kollinum á mér. Bara skil ekki sumt og hana nú, Dagurinn er rétt að hefjast og ég stefni á að hjóla Kópavogshring. Aldrei gert það áður. Tek eitt skref í einu .. fann ljóð um það á netinu. E. Peter S.Quinn
Dagurinn líður
í löngum strætum
áfram hann tifar
Eitt skref í einu
og allt verður öðruvísi
en í gær
Sumar kemur og fer
og haust litir verða
uns vetur byrjar
snögglega
Þú ert sem laufblað
sem lifir
og laufgast í geislum sólar
Það hættir aldrei að rigna