Kökur og kúr

lazy-cat5Laugardagur til lukku eða leti?  Hef hvorki sungið, hjólað eða leitt hugann að   heilsulæsi.  Þetta eru líklega merki um að ég sé að undirbúa mig undir það að hendast í átakið með Key Habits og að hér eftir verið markvisst farið í saumana á því hvernig næringu ég fæ og hvaða hreyfingu ég ætla að sinna næstu 8 vikurnar. Dagurinn var góður, Gummi heima þessa helgina og ég laus við grasekkjuvesenið.  Byrjaði á smá tiltekt heima.. bara svona til að standa sig en við fórum svo í hádeginu til Heiðu Aspar sem var búin að baka þessar fínu kökur með hjálp Kötlu Lindar sem er 4ra ára húsmóðir sem elskar eldhúsleiki og bakstur og er dugleg að borða þær líka.  Rúntuðum síðan um borgina.  Ikea, Húsasmiðjan, Krónan ..osfrv og þúsundkallarnir fuku fyrir lítið.  Kókosrommkúlur með kaffinu og góður lúr yfir einhverju í sjónvarpinu.. ekki amalegt að finna slefið leka út um annað munnvikið og nenna hvorki að hreyfa legg né lið.  Dásamlegt líf.  Þetta dugar þó ekki til lengdar.  Ætli ég dragi ekki fram hjólið á morgun og aflétti þar með þessu letikasti í bili.

Færðu inn athugasemd