Dagurinn í dag er helgaður mæðrum og facebook er full af athugasemdum um þær og ekki að undra því að allir eiga mæður og hún er sú kona sem við tengjumst sterkum böndum frá fyrsta andardrætti. Móðir mín Ólöf Guðlaug Sigurðardótir er einstök kona sem hefur með dugnaði og alið okkur upp og kennt okkur góða hluti. T
ala gott mál, vera kurteis, standa með sjálfum okkur og vera heiðarleg. Fann ljóð á netinu sem mér fannst passa við hana. Veit ekki hver höfundurinn er.
Sem ungu barni þú ruggaðir mér
í svefninn, með söng á vörum þér
svaf ég þá vel og svaf ég fast
því ég vissi, alla þína ást mér gafst
Er erfitt ég átti þú studdir mig
kenndir mér hvernig á að virða sjálfan sig
vera góð og heiðarleg
muna það, virða hvar sem ég dvel
Ólst mig upp með von í hjarta
mér til handa um framtíð bjarta
Hamingjusöm ég á að vera
elskuleg móðir sem allt vill gera
Með þessum orðum vil ég þakka þér
alla þá ást og umhyggju sem gafst þú mér
Ég elska þig mamma og mun ávallt gera
vil ég þú vitir það hvar sem ég mun vera
AF hjlólamálum er þetta að segja. Ég var SVO löt eftir hádegi og lá í sófanum með sólina á mér inn um gluggan og leið eins og ljóni í dýragarði, geyspandi og lónandi í makindum mínum. En hvatningin kom úr vinahópnum á fb.. drífa sig út að hjóla og láta ekki góða veðrið fara framhjá mér,. Hólaði 7.5 km..bara sátt við það. Hjóla í vinnua á morgun og þá fer ég líka á æfingu í kórnum mínum.
Fékk rós og nammi frá yngstu dóttur minni og ætla að kúra með það yfir sjónvarpinu í kvöld. Síðasti dagur – ALLRA síðasti dagur. Alltaf þarf maður að vera duglegur að standast freistingar. En EKKI í dag og síðan skref fyrir skref.
Gleðinlegan mæðradag elsku mamma :*
Takk Heiða mín 🙂