Hlaðvöppur, skíthopparar og Sanktus

Steinólfur í Fagradal, þekktur snillingur úr Dalasýslu hafði orð yfir ýmislegt og ekki alltaf þau orð sem flestir taka sér í munn.  Mér datt hann í hug þegar ég var að hjóla heim í dag og komin í Elliðaárdalinn. Ástæðan.. smáatriði.  Þar þurfti ég að hjóla framhjá góðum skammti af gæsaskít og mig minnir að Steinólfur hafi kallað gæsirnar hlaðvöppur – þar sem þær vöppuðu um hlaðið en reyndar voru það líklega hænurnar sem hann kallaði skíthoppara og vísaði til þess að sá fiðurfénaður spígsporaði gjarnan á fjóshaugnum og væri lítt lystugur fyrir vikið. En steininn hafi þó tekið fyrst úr hjá honum þegar einn sjúkraliðinn hafi sagt Steinólfi aðspurður að þann daginn yrði snitsel í hádegismat. Ekki stóð á viðbrögðum Steinólfs: ,,Snitsel!!?? Ég hef étið landsel og útsel. En snitsel, það kvikindi hef ég aldrei heyrt um hvað þá étið“ ..merkismaður hann Steinólfur.   En ég stóð semsagt mína plikt og hjólaði í vinnuna og heim aftur ..ca. 12 km í dag.

Æfing í ÓR, Verdi Requiem og nú var það hinn tveggja kóra kafli Sanktus sem farið var í saumana á.  Þetta er svo geggjað. Verdi kunni svo sannarlega að semja tónlist sem fær mann til að kikkna í hnjánum.  Hlakka til að flytja það í júní.  Náðum að láta kaflann smella og ég spái því að þetta verði æðislega flott.  Hvað skyldi Steinólfur hafa um það að segja.Hænur

Færðu inn athugasemd