Lykilvenjur eru næsta mál á dagskrá hjá mér. Ég ætla að nota þetta frábæra tæki til að hjálpa mér við að ná markmiðum mínum. Markmiðin geta verð af ýmsum toga og ég hef af nógu að taka þegar kemur að því að bæta eitt og annað. Hlakka til að takast á við þessa áskorun og svo sjáum við hvort að þetta skilar einhverri bætingu. Staðan í dag er þó þessi. Kom heim í gær úr vinnuferð STAVÍS og þurfti þá að skrá það sem ég hesthúsaði í þeirri ferð. Það var vægast sagt ógnvekjandi.