Verdi tekinn í nefið

Verdi á afmæli á þessu ári og hann hefði ofrðið 200 ára ef svo ólíklega vildi til að hann gæti lifað svo lengi.  En af því tilefni æfum við Verdi Requiem sem er eitt af því stórkostlega sem hann hefur samið.   Æfingabúðir í allan dag og það byrjaði sannarlega vel með Gammel á fastandi maga og indælan morgunmat í kjölfarið.  Upphitun og svo var farið að vinna að kappi með alla kaflana sem eru flóknari en þeir líta út fyrir að vera.  Tónbilin endalaust breytileg og allskonar brellur hjá Verdi kallinum til að koma okkur um koll en eftir margra tíma vinnu var þetta farið að hljóma trúveðuglega.   Annar svipaður dagur framundan á morgun og ég á æfingu allan þann daginn líka.  Ekki beint sú eiginkona sem Gumma minn dreymdi að koma heim til eftir langt úthald á Patreksfirði en svona geta hlutirnir gengið.   Við fengum okkur nú bjór með matnum í kvöld – átti það skilið.  Hjólaði ekki neitt í dag og líklega ekki heldur á morgun en það kemur í ljós.  Skráði matinn í Key habits og þó að ég hafi farið vel yfir kaloríuþörf í gær þá er ég ekki búin að ná henni í dag.   Þarf að fara að taka þetta allt fastari tökum. Það verður næsta mál á dagskrá.

Færðu inn athugasemd