Mennirnir elska, missa, gráta og sakna

Æfingar á Verdi Requiem ganga vel og við fengum sólistana á æfingu á miðvikudaginn.   Þau eru yndisleg og verkið fær heldur betur á sig mynd.   Þetta er allt að koma.   Vona að við fáum góða aðsókn því að sálumessan er ekki flutt á hverjum degi og það væri synd að láta hana framhjá sér fara.   Þar sem að Requiem er sálumessa þá helgum við flutningin látnum ástvinum og ég ætla að syngja hana í minningu Sigríðar Viktoríu Ólafsdóttur systur minnar sem lifði aðeins í einn mánuð.   Hún er elsta systir okkar og hefði orðið 59 ára á þessu ári.  Við systkinin sjö sesystkinin 7m komumst á legg höfum alist upp við minningu foreldra okkar um hana og skynjað þá sorg sem þau hafa alla tíð borið í hjarta sér yfir missi hennar. Við systkinin munum minnast hennar með því að setja minningarlínu í efnisskrá tónleikanna en það er boðið upp á það fyrir þá sem það vilja.

En lífið heldur sem betur fer áfram og það er gaman að segja frá því að ég hjólaði alla vikudagana í vinnuna hvort sem rigndi eða ekki.   Finn að ég er orðin mun kröftugri og auðveldara að renna upp brekkurnar en áður.   Nú reyni ég að hafa þyngra í gírunum upp til að styrkja min enn frekar.  ÞETTA ER SVO HRESSANDI !   segi það og skrifa.  Hugsaði í gær,  þegar rigningni buldi á mér á leiðinni heim úr vinnunni, hve æðislegt það væri að finna regndropana á andlitinu og hve mikil blessun það væri að hafa getuna til að hjóla. Það er að sjálfsögðu enn tekið fram úr mér en ég er líka farin að taka fram úr öðrum og um daginn tók ég þrjú stykki og hana nú.

Færðu inn athugasemd