Ég sjálf

Bakarí101Ég er Ingibjörg Ólafsdóttir Breiðholtsbúi með rætur á Akranesi þar sem ég fæddist og ólst upp.  Oftast kölluð Inga en einn vinnufélagi minn tók upp á því að kalla mig Ingu Slyngu, sem hefur síðan loðað svolítið við mig en þaðan kemur nafn síðunnar. Ég er gift Guðmundi Sörla og við eigum saman þrjár dætur, tvo tengdasyni og þrjú barnabörn.   Slynga er tilkomin vegna löngunar minnar til að skrifa eitthvað um þá hversdagslegu hluti sem skipta mig máli, það er fjölskyldan, söngurinn, hjólreiðarnar, útilegurnar og kannski líka eitthvað um átakið sem ég er að ganga inn í.  Slynga vill alltaf vera jákvæð og þolir því líklega illa pólitískar umræður.

Færðu inn athugasemd