Óþekkt's avatar

Um Inga Óla

Ingibjörg Ólafsdóttir, kölluð Inga Óla. Syng í kórum, læri söng, elska útilegur og stundum hjóla ég þegar ég tek mig til. Gift og þriggja dætra móðir og á fjögur barnabörn, einn tengdason og annan tilvonandi.

Tjaldsvæðið á Akranesi

Tjaldsvæðið á Akranesi er staðsett í Kalmansvík sem er falleg vík í útjaðri bæjarins. Það er mjög falleg fjallasýn til norðurs þar sem Snæfellsjökull ber af. Þetta er sú lýsing sem kemur fram á síðunni tjalda.is og þetta passar fullkomlega. Hvað ég vildi vera stolt af tjaldsvæðinu í heimabæ mínum Akranesi en það er því miður ekki þannig.

Við Gummi leigjum húsið okkar út í Airbnb á sumrin og dveljum því oft á tjaldsvæðinu. Fegurðin og útsýnið er ólýsanlegt og því er miður hversu lítill metnaður er lagður í að hafa aðstöðuna í topp standi. Það væri svo frábært ef passað væri upp á grasflatir þegar þær eru viðkvæmar og blautar þegar rignir mikið. Þess í stað eru þær spændar upp af bílum sem spóla á grasinu og flatirnar breytast í drullufen sem ekki lagast þá allt sumarið þótt þær þorni. Það væri hugmynd að að hafa stæðin sem eru næst sjónum bara malarstæði fyrir húsbílana og passa þá upp á hinar flatirnar svo að hjólhýsi og tjöld geti lagt þar.

Klósettaðstaða er þokkaleg en það má gera betur með sturturnar. Þetta eru pínulitlir klefar og það er ekki hægt að læsa þeim. Skítastuðullinn er frekar lágr og mér finnst ekki spennandi að fara í sturtu þegar ég get átt von á því að ætt verði inn á mig.

Vegaslóðar inni á tjaldsvæðin eru holóttir og pollar því fljótir að myndast. Það væri nú ekki flókið að fylla reglulega í holurnar með möl.

Verð hafa hækkað en aðstaða hefur að sama skapi ekki lagast.

Verð 2024

Verð fyrir fullorðna: 2.000 kr.
Frítt fyrir 14 ára og yngri
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 1.500 kr.
Rafmagn á sólarhring: 1.300 kr.
Þvottavél: 400 kr.
Þurrkari: 400 kr.
Gistináttaskattur leggst svo ofan á hverja færslu (fjölskylda)

19. júní – kvennréttindadagurinn

Kvennréttindadagurinn!  Hvaða þýðingu hefur þessi dagur fyrir mig? Konu sem fædd er um 50 árum eftir að fertugar konur fengu kosningarétt?  Eru kvennréttindin búin að vera og jafnréttið komið þangað sem það sem hægt er að fara með það?  Ég er ekki alveg viss um að svo sé.

Konur hafa enn á sér þann stimpil að vera grimmari en karlar.  Hvers vegna segja menn það?  Sat til borðs með vinnufélögum mínum eitthvert hádegið og umræðan var um konur og karla í stjórnendastöðum og stjórnmálum og þá kom þessi frasi að konur væru miklu grimmari en karlar.  Ég varð að svara þessu …. bíddu en afhverju eru það þá aðallega karlar sem sitja í fangelsum fyrir ofbeldi, nauðganir og barnaníð?  Af hverju eru það oftast karlar sem fara í stríð og drepa hvern annan undir stjórn karlpeninga í stjórnunarsætum þjóða sinna.  Við erum ekkert grimmari en karlar og sagan hefur enga sönnun þess.

Annað hádegi á sama stað var verið að ræða um barneignir og hvort það væri léttara að ala upp stelpur en stráka.  Þá kom þessi frasi um að það væri svo mikið vesen með stelpurnar og það þyrfti að hafa svo miklar áhyggjur af þeim.. af því að þær geta orðið óléttar og þá lendir barnauppeldið á foreldrunum.  En auðvitað þurfti ég að koma með annan vinkil á það. .  Miklu fleiri strákar en stelpur lenda í að slasast í ökutækjatjónum, afbrotum, ofbeldisverknaði, svo eitthvað sé nefnt. Er það ekki meira vesen en að fá lítið barn í heiminn?   Fyrir utan það að fóstureyðingar eru leyfðar á Íslandi og talinn réttur kvenna til að ákveða hvort að barn kemur í heiminn eða ekki, enda líkami þeirra sem kemur til með að verða lagður til verkefnisins.  Er annars ekki hlynt því að nota þær sem getnaðarvanir en þær þurfa að vera frjáls möguleiki þeirra sem ekki vilja ganga með barn sem óvelkomið kemur undir.

Það er talið til heilbrigðis stráka þegar hann er duglegur að kanna fyrir neðan nafla náttúrunnar glímutök en stelpurnar valda endalausum áhyggjum ef þær hafa sama áhuga á hinu kyninu.  Útihátíðarnar bera þess merki að enn eru strákar sem telja það nauðsynlegt að taka sér stelpu ef engin vill þá fúslega og áhyggur feðranna af dætrum sínum eru enn auknar þegar þær ætla að skella sér á þessar hátíðar.  Þeir ættu ekki síður að hafa áhyggjur af strákunum sínum og ala þá upp í því að nei þýðir NEI.

Við höfum þrátt fyrir allt náð miklum árangri á Íslandi en betur má ef duga skal.  Mig dreymir um að framtíðin beri það í skauti sér að Ísland verði fyrirmynd annarra landa í jafnréttismálum og við eigum kannski ekki svo langt í land með það.  Vil ekki kynjakvóta og svoleiðis því að það setur okkur kynin í baráttuhug gegn hvoru öðru sem er það versta sem getur gerst.   Karlar ættu að taka þessa baráttu upp á sína arma og ganga til liðs við konurnar. Baráttan snýst ekki um að konur gegn körlum og öfugt.  Hún snýst um sameiginlega innbyggða hugsun, sjálfsprottna og án þess að vera beitt þvingunum.  Við þurfum að standa saman um að breyta hugsunarhætti okkar og byrja á okkur sjálfum.

Tel lykilatriði að kveðja fljótlega kvennabaráttu og færa okkur á þann stað að kalla þetta frekar jafnréttisbaráttu kvenna og karla.  Barátta um breytingu viðhorfa og gildismata.  Kannski þarf ég að verða 98 ára áður en því er náð en er vongóð því að á síðastliðnum 98 árum hefur okkur svo sannarlega orðið ágengt og einhversstaðar sagði einhver snillingurinn.. góðir hlutir gerast hægt.

Mennirnir elska, missa, gráta og sakna

Æfingar á Verdi Requiem ganga vel og við fengum sólistana á æfingu á miðvikudaginn.   Þau eru yndisleg og verkið fær heldur betur á sig mynd.   Þetta er allt að koma.   Vona að við fáum góða aðsókn því að sálumessan er ekki flutt á hverjum degi og það væri synd að láta hana framhjá sér fara.   Þar sem að Requiem er sálumessa þá helgum við flutningin látnum ástvinum og ég ætla að syngja hana í minningu Sigríðar Viktoríu Ólafsdóttur systur minnar sem lifði aðeins í einn mánuð.   Hún er elsta systir okkar og hefði orðið 59 ára á þessu ári.  Við systkinin sjö sesystkinin 7m komumst á legg höfum alist upp við minningu foreldra okkar um hana og skynjað þá sorg sem þau hafa alla tíð borið í hjarta sér yfir missi hennar. Við systkinin munum minnast hennar með því að setja minningarlínu í efnisskrá tónleikanna en það er boðið upp á það fyrir þá sem það vilja.

En lífið heldur sem betur fer áfram og það er gaman að segja frá því að ég hjólaði alla vikudagana í vinnuna hvort sem rigndi eða ekki.   Finn að ég er orðin mun kröftugri og auðveldara að renna upp brekkurnar en áður.   Nú reyni ég að hafa þyngra í gírunum upp til að styrkja min enn frekar.  ÞETTA ER SVO HRESSANDI !   segi það og skrifa.  Hugsaði í gær,  þegar rigningni buldi á mér á leiðinni heim úr vinnunni, hve æðislegt það væri að finna regndropana á andlitinu og hve mikil blessun það væri að hafa getuna til að hjóla. Það er að sjálfsögðu enn tekið fram úr mér en ég er líka farin að taka fram úr öðrum og um daginn tók ég þrjú stykki og hana nú.

Verdi Requiem

Óperukórinn í Reykjavík flytur Requiem eftir Verdi og tilefnið er 200 ára afmæli tónskáldsins en ártíð hans var 10 okt 1813-27.jan 1901.

Giuseppe Verdi var meðal áhtölvuplaggatrifamestu óperutónsklálda á 19. öld og eru óperur og verk eftir hann enn mjög vinsæl til flutnings um víða veröld.

Tónleikarnir eru í Langholtskirkju – sunnudaginn 9.júní 2013

 

Húsið er opnað áheyrendum kl. 16.00, tónleikarnir hefjast kl. 17.00

Þar sem að Requiem er sálumessa þá helgar kórinn þessa tónleika einnig minningu látinna ástvina.

Flytjendur eru Óperukórinn í Reykjavík ásamt sinfóníuhljómsveit og einsöngvurum: Þóra Einarsdóttir sópran,  Sesselja Kristjánsdóttir mezzó-sópran,  Gissur Páll Gissurarson tenór og Viðar Gunnarsson bassi

Stjórnandi: Garðar Cortes

Miðasala: midi.is / Söngskólinn 552 7366 / af kórfélögum / við inngang

Verdi tekinn í nefið

Verdi á afmæli á þessu ári og hann hefði ofrðið 200 ára ef svo ólíklega vildi til að hann gæti lifað svo lengi.  En af því tilefni æfum við Verdi Requiem sem er eitt af því stórkostlega sem hann hefur samið.   Æfingabúðir í allan dag og það byrjaði sannarlega vel með Gammel á fastandi maga og indælan morgunmat í kjölfarið.  Upphitun og svo var farið að vinna að kappi með alla kaflana sem eru flóknari en þeir líta út fyrir að vera.  Tónbilin endalaust breytileg og allskonar brellur hjá Verdi kallinum til að koma okkur um koll en eftir margra tíma vinnu var þetta farið að hljóma trúveðuglega.   Annar svipaður dagur framundan á morgun og ég á æfingu allan þann daginn líka.  Ekki beint sú eiginkona sem Gumma minn dreymdi að koma heim til eftir langt úthald á Patreksfirði en svona geta hlutirnir gengið.   Við fengum okkur nú bjór með matnum í kvöld – átti það skilið.  Hjólaði ekki neitt í dag og líklega ekki heldur á morgun en það kemur í ljós.  Skráði matinn í Key habits og þó að ég hafi farið vel yfir kaloríuþörf í gær þá er ég ekki búin að ná henni í dag.   Þarf að fara að taka þetta allt fastari tökum. Það verður næsta mál á dagskrá.

Hjólið rúllar

Það kom smá pása á bloggfærslur, kannski vika – ástæðan í byrjun var vinnuferð í sumarbústaði STAVÍS, þar sem ég var utan netsambands og þar á eftir var bara einhver leti í gangi. En nú eru hjólin farin að snúast aftur og ég hjólaði 13 km. í gær og fyrradag líka en ákvað að lengja leiðina í vinnuna núna og rúnturinn varð 21 km í dag.

14125382-cartoon-girl-on-bike

Skellti mér úr Breiðholtinu niður Fossvogsdalinn og hjólaði með sjónum niður í Skerjafjörð og fór þaðan í gegn um bæinn upp Hverfisgötu, Laugaveg (efri hluta) og upp í Ármúla.   Tók svo hefðbundnu leiðina heim. Bara nokkuð sátt við það.

Hef líka verið að dunda mér við að læra á kerfið hjá Key Habits en þeir sem það þekkja vita að þetta er 8 vikna netnámskeið eða rafrænt næringarvitundarnámskeið. Læri þar undirstöðuatriði sem eiga að hjálpa mér að ná næringar markmiðum mínum og læra á þá næringu sem ég þarf og hesthúsa daglega.  Síðan nýtist þetta mér við markmiðasetningu og eigið heilsulæsi (líklega nýtt orð sem líklega þýðir að lesa í heilsu mína).  Þettta er bæði spennandi og skemmtilegt og ráðgjafarnir halda manni alveg við efnið.  Getur nýst þeim sem ætla að grenna sig, styrkja sig, bæta sig og bara alskonar fyrir sig.. þó ekki Drífa Sig eða raka sig.(djók)   Ég verð mæld og vegin á morgun. Klipið í fellingar til að sjá hve fitusprengt kjötið er á beinunum.  Svo koma markmiðin.

Key habits

Lykilvenjur eru næsta mál á dagskrá hjá mér.  Ég ætla að nota þetta frábæra tæki til að hjálpa mér við að ná markmiðum mínum.  Markmiðin geta verð af ýmsum toga og ég hef af nógu að taka þegar kemur að því að bæta eitt og annað.   Hlakka til að takast á við þessa áskorun og svo sjáum við hvort að þetta skilar einhverri bætingu.  Staðan í dag er þó þessi. Kom heim í gær úr vinnuferð STAVÍS og þurfti þá að skrá það sem ég hesthúsaði í þeirri ferð. Það var vægast sagt ógnvekjandi.

Hamingjuhjólið úr Breiðholti

Breidholt2Lagði af stað í morgun á hjólinu, ákvað að breyta til og fara aðra leið en venjulega.  Að þessu sinni hjólaði ég í Fossvogsdalnum og fór síðan yfir holtið upp hjá Landspítalanum.  Maður lifandi hve brekkan var löng upp á holtið. Ég var bókstaflega móð og másandi þegar upp var komin en gafst þó ekki upp.  Verð að fara oftar þessa leið til að byggja upp meira brekkuþol.  Reyndar var ég frekar ánægð með mig því að ég hjólaði fram úr konu einni, sem, sem er kannski ekki merkilegt en það eru alltaf allir að hjóla fram úr mér og bara gaman að geta stundum gert það líka.   Einhver sagði “ vertu ekki að telja þá sem fara fram úr þér – frekar þá sem þú tekur framúr“  það verður mitt mottó hér eftir.   Tók hina hefðbundnu leið heim.  Það er alltaf svo miklu lygnara í Bökkunum að þegar ég kem upp úr Elliðaárdalnum sveitt eftir brekkuna, þá er aldrei vindur til að kæla mig niður.  Ég þarf alltaf að reyta af mér fötin þegar þangað er komið. Norðan- og Norðaustanáttir ná sér ekki upp í Bökkunum og þar er meiri veðursæld en viða í Reykjavík og þetta er staðreynd. Elska að hjóla um Reykjavík og ég hlakka til að kynnast fleiri leiðum eftir því sem líður á sumarið,.

Hlaðvöppur, skíthopparar og Sanktus

Steinólfur í Fagradal, þekktur snillingur úr Dalasýslu hafði orð yfir ýmislegt og ekki alltaf þau orð sem flestir taka sér í munn.  Mér datt hann í hug þegar ég var að hjóla heim í dag og komin í Elliðaárdalinn. Ástæðan.. smáatriði.  Þar þurfti ég að hjóla framhjá góðum skammti af gæsaskít og mig minnir að Steinólfur hafi kallað gæsirnar hlaðvöppur – þar sem þær vöppuðu um hlaðið en reyndar voru það líklega hænurnar sem hann kallaði skíthoppara og vísaði til þess að sá fiðurfénaður spígsporaði gjarnan á fjóshaugnum og væri lítt lystugur fyrir vikið. En steininn hafi þó tekið fyrst úr hjá honum þegar einn sjúkraliðinn hafi sagt Steinólfi aðspurður að þann daginn yrði snitsel í hádegismat. Ekki stóð á viðbrögðum Steinólfs: ,,Snitsel!!?? Ég hef étið landsel og útsel. En snitsel, það kvikindi hef ég aldrei heyrt um hvað þá étið“ ..merkismaður hann Steinólfur.   En ég stóð semsagt mína plikt og hjólaði í vinnuna og heim aftur ..ca. 12 km í dag.

Æfing í ÓR, Verdi Requiem og nú var það hinn tveggja kóra kafli Sanktus sem farið var í saumana á.  Þetta er svo geggjað. Verdi kunni svo sannarlega að semja tónlist sem fær mann til að kikkna í hnjánum.  Hlakka til að flytja það í júní.  Náðum að láta kaflann smella og ég spái því að þetta verði æðislega flott.  Hvað skyldi Steinólfur hafa um það að segja.Hænur

Mæðradagurinn

Dagurinn í dag er helgaður mæðrum og facebook er full af athugasemdum um þær og ekki að undra því að allir eiga mæður og hún er sú kona sem við tengjumst sterkum böndum frá fyrsta andardrætti.  Móðir mín Ólöf Guðlaug Sigurðardótir er einstök kona sem hefur með dugnaði og alið okkur upp og kennt okkur góða hluti. Tmammaala gott mál, vera kurteis, standa með sjálfum okkur og vera heiðarleg. Fann ljóð á netinu sem mér fannst passa við hana.  Veit ekki hver höfundurinn er.

Sem ungu barni þú ruggaðir mér
í svefninn, með söng á vörum þér
svaf ég þá vel og svaf ég fast
því ég vissi, alla þína ást mér gafst

Er erfitt ég átti þú studdir mig
kenndir mér hvernig á að virða sjálfan sig
vera góð og heiðarleg
muna það, virða hvar sem ég dvel

Ólst mig upp með von í hjarta
mér til handa um framtíð bjarta
Hamingjusöm ég á að vera
elskuleg móðir sem allt vill gera

Með þessum orðum vil ég þakka þér
alla þá ást og umhyggju sem gafst þú mér
Ég elska þig mamma og mun ávallt gera
vil ég þú vitir það hvar sem ég mun vera

AF hjlólamálum er þetta að segja.  Ég var SVO löt eftir hádegi og lá í sófanum með sólina á mér inn um gluggan og leið eins og ljóni í dýragarði, geyspandi og lónandi í makindum mínum.  En hvatningin kom úr vinahópnum á fb.. drífa sig út að hjóla og láta ekki góða veðrið fara framhjá mér,.  Hólaði 7.5 km..bara sátt við það.   Hjóla í vinnua á morgun og þá fer ég líka á æfingu í kórnum mínum.

Fékk rós og nammi frá yngstu dóttur minni og ætla að kúra með það yfir sjónvarpinu í kvöld.  Síðasti dagur – ALLRA síðasti dagur.  Alltaf þarf maður að vera duglegur að standast freistingar.  En EKKI  í dag og síðan skref fyrir skref.