Laugardagur til lukku eða leti? Hef hvorki sungið, hjólað eða leitt hugann að heilsulæsi. Þetta eru líklega merki um að ég sé að undirbúa mig undir það að hendast í átakið með Key Habits og að hér eftir verið markvisst farið í saumana á því hvernig næringu ég fæ og hvaða hreyfingu ég ætla að sinna næstu 8 vikurnar. Dagurinn var góður, Gummi heima þessa helgina og ég laus við grasekkjuvesenið. Byrjaði á smá tiltekt heima.. bara svona til að standa sig en við fórum svo í hádeginu til Heiðu Aspar sem var búin að baka þessar fínu kökur með hjálp Kötlu Lindar sem er 4ra ára húsmóðir sem elskar eldhúsleiki og bakstur og er dugleg að borða þær líka. Rúntuðum síðan um borgina. Ikea, Húsasmiðjan, Krónan ..osfrv og þúsundkallarnir fuku fyrir lítið. Kókosrommkúlur með kaffinu og góður lúr yfir einhverju í sjónvarpinu.. ekki amalegt að finna slefið leka út um annað munnvikið og nenna hvorki að hreyfa legg né lið. Dásamlegt líf. Þetta dugar þó ekki til lengdar. Ætli ég dragi ekki fram hjólið á morgun og aflétti þar með þessu letikasti í bili.
Greinasafn eftir: Inga Óla
Dagur tvö
Það var einstaklega skemmtilegt að hjóla Kópavogshringinn í brakandi blíðu og blanka sól. Þakka þeim sem benti mér á þann fallega hring og það er pottþétt að hann verður farinn oftar. Veðrið var ekki eins fallegt í morgun þegar ég hjólaði í vinnuna en það var milt og gott. 13 km hjólaðir í dag og ég skilaði mínu í átakinu hjólað í vinnuna. Átti morgunkaffið í vinnunni og þurfti að skipuleggja aðeins hvað mér tækist að taka mikið með mér á hjólinu. Það er ekki slæmt því að oftast kem ég með allt of mikið en þetta var bara temmilegt núna. Frábærar hjólaleiðir í Reykjavík og í Elliðaárdalnum mætir maður gæsum, kanínum, tjaldi og fleiri dýrum sem vappa um á stígunum eins og enginn væri morgundagurinn. Kippa sér ekkert upp við að miðaldra kona renni sér framhjá þeim á hjóli.
En það eru ekki bara hjólreiðar og heilsusamlegir hlutir sem dagurinn ber í skauti sér. Pizza og bjór í kvöldmatinn – fátt sem jafnast á við þá tvennu. Ætla að taka smá óhollustutörn fram í næstu viku því að framundan er átak með keyhabits og betra að sukka dálítið núna áður en maður skellir sér í bullandi skuldb
indingu.
Uppstigningardagur – sól og sæla
Fyrsta bloggið mitt á Uppstigningardegi. Það hlýtur að vera táknrænt. Nýtt upphaf hérnamegin. Er reyndar í smá basli við að útbúa síðuna mína,. Held að þetta sé ekki flókið en það vantar stundum eitthvað uppá í kollinum á mér. Bara skil ekki sumt og hana nú, Dagurinn er rétt að hefjast og ég stefni á að hjóla Kópavogshring. Aldrei gert það áður. Tek eitt skref í einu .. fann ljóð um það á netinu. E. Peter S.Quinn
Dagurinn líður
í löngum strætum
áfram hann tifar
Eitt skref í einu
og allt verður öðruvísi
en í gær
Sumar kemur og fer
og haust litir verða
uns vetur byrjar
snögglega
Þú ert sem laufblað
sem lifir
og laufgast í geislum sólar
Það hættir aldrei að rigna