Tengdamóðir mín verður 80 ára þann 3.júlí og af því tilefni var ákveðið að fara vestur í Dali með hana. Við tjölduðum í Búðardal og ég verð að segja það að aðstaðan þar er til mikillar fyrirmyndar. Með tjaldstæðinu fylgir kort til að fara í sturtu sem varir í 8 mínútur fyrir hvert skipti og það nægir fullkomlega. Góðar sturtur og hreinlætisaðstaða til fyrirmyndar. Tjaldsvæðið er skjólgott og fallegur trjálundur umlykur það. Mjög góð aðstaða fyrir börn. Leikvöllur, körfuboltavöllur, skólahreystisvölur svo eitthvað sé nefnt.
Kostar kr. 1.000 nótin á mann og ókeypist fyrir 18 ára og yngri