Dagur tvö

Það var einstaklega skemmtilegt að hjóla Kópavogshringinn í brakandi blíðu og blanka sól.  Þakka þeim sem benti mér á þann fallega hring og það er pottþétt að hann verður farinn oftar.  Veðrið var ekki eins fallegt í morgun þegar ég hjólaði í vinnuna en það var milt og gott. 13 km hjólaðir í dag og ég skilaði mínu í átakinu hjólað í vinnuna.  Átti morgunkaffið í vinnunni og þurfti að skipuleggja aðeins hvað mér tækist að taka mikið með mér á hjólinu.   Það er ekki slæmt því að oftast kem ég með allt of mikið en þetta var bara temmilegt núna.  Frábærar hjólaleiðir í Reykjavík og í Elliðaárdalnum mætir maður gæsum, kanínum, tjaldi og fleiri dýrum sem vappa um á stígunum eins og enginn væri morgundagurinn.  Kippa sér ekkert upp við að miðaldra kona renni sér framhjá þeim á hjóli.

En það eru ekki bara hjólreiðar og heilsusamlegir hlutir sem dagurinn ber í skauti sér.  Pizza og bjór í kvöldmatinn – fátt sem jafnast á við þá tvennu.  Ætla að taka smá óhollustutörn fram í næstu viku því að framundan er átak með keyhabits og betra að sukka dálítið núna áður en maður skellir sér í bullandi skuldbpizza og bjórindingu.  

2 hugrenningar um “Dagur tvö

Skildu eftir svar við Hellen Sigurbjörg Helgadóttir Hætta við svar